RVK Asian
RVK Asian

Íþróttir

Karen Mist og Már Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2019
Karen Mist og Már - íþróttakona og íþróttamaður Reykjanesbæjar 2019. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 31. desember 2019 kl. 13:50

Karen Mist og Már Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2019

Sundfólkið Karen Mist Arngeirsdóttir og Már Gunnarsson voru kjörin Íþróttafólk Reykjanesbæjar en greint var frá kjörinu í árlegu hófi í Íþróttahúsi Njarðvíkur á Gamlársdag.

Karen og Már stóðu sig frábærlega í sundlauginni á árinu og settu bæði fjölda meta í mótum ársins.

Í hófinu voru allir Íslandsmeistarar úr deildum félagsins heiðraðir en alls voru Íslandsmeistaratitlarnir 137 á árinu. Í ÍRB eru 10 aðildarfélög sem keppa í 20 íþróttagreinum og bárust tilnefningar til íþróttamanns ársins frá 16 greinum.

Þá var Crossfit afrekskonan Sara Sigmundsdóttir heiðruð á hófinu en hún er atvinnumaður í greininni og keppir utan félags á Íslandi.

Íþróttamenn allra greina hjá ÍRB:

Akstursíþróttakona Reykjanesbæjar 2019: Rakel Árnadóttir

Akstursíþróttamaður Reykjanesbæjar 2019: Ragnar Magnússon

Blakíþróttakona Reykjanesbæjar 2019: Jónína Einarsdóttir

Blakíþróttamaður Reykjanesbæjar 2019: Bjarni Þór Hólmsteinsson

Fimleikakona Reykjanesbæjar 2019: Emma Jónsdóttir

Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2019: Atli Viktor Björnsson

Glímukona Reykjanesbæjar 2019: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir

Glímumaður Reykjanesbæjar 2019: Guðmundur S. Gunnarsson

Hestaíþróttakona Reykjanesbæjar 2019: Sunna S. Guðmundsdóttir

Hnefaleikakona Reykjanesbæjar 2019: Hildur Ósk Indriðadóttir

Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2019: Davíð Sienda

Íþróttakona fatlaðra í Reykjanesbæ 2019: Lára María Ingimundardóttir

Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ 2019: Már Gunnarsson

Júdókona Reykjanesbæjar 2019: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir

Júdómaður Reykjanesbæjar 2019: Ingólfur Rögnvaldsson

Knattspyrnukona Reykjanesbæjar 2019: Natasha Moraa

Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2019: Atli Geir Gunnarsson

Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar 2019: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir

Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2019: Hörður Axel Vilhjálmsson

Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar 2019: Elísa Sveinsdóttir

Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar 2019: Halldór Jens Vilhjálms

Kvenkylfingur Reykjanesbæjar 2019: Kinga Korpak

Karlkylfingur Reykjanesbæjar 2019: Logi Sigurðsson

Lyftingakona Reykjanesbæjar 2019: Aþena Eir Jónsdóttir

Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2019: Emil Ragnar Ægisson

Sundkona Reykjanesbæjar 2019: Karen Mist Arngeirsdóttir

Sundmaður Reykjanesbæjar 2019: Þröstur Bjarnason

Taekwondokona Reykjanesbæjar 2019: Dagfríður Pétursdóttir

Taekwondomaður Reykjanesbæjar 2019: Kristmundur Gíslason

Þríþrautakona Reykjanesbæjar 2019: Guðlaug Sveinsdóttir

Þríþrautamaður Reykjanesbæjar 2019: Jón Oddur Guðmundsson