Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Íþróttir

Karen Mist Arngeirsdóttir keppir á Ólympíuleikum ungmenna
Fimmtudagur 30. ágúst 2018 kl. 10:21

Karen Mist Arngeirsdóttir keppir á Ólympíuleikum ungmenna

Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB, náði þeim stórkostlega árangri að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu með góðum árangri á ÍM 50 í sundi í vetur. 
Formleg tilkynning um þátttöku hennar á mótinu barst ÍRB núna í vikunni. 
 
Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Buenos Aires í Argentínu 6. til 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára.
 
Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum sem og nýstárlegri greinum. Í fyrsta sinn á ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs