Sandgerðisdagar
Sandgerðisdagar

Íþróttir

Jón Halldór tekur við Keflavíkurstúlkum
Jón stýrir Keflavíkurstúlkum á nýjan leik.
Fimmtudagur 9. maí 2019 kl. 15:48

Jón Halldór tekur við Keflavíkurstúlkum

Jón Halldór Eðvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og Hörður Axel Vilhjálmsson mun vera aðstoðarþjálfari en hann mun áfram spila með karlaliðinu. 

Finnur Jónsson fyrrum þjálfari Skallagríms hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur og vera Sverrir Þór innan handar sem og koma að yngri flokka þjálfun hjá félaginu. Gríðarleg ánægja er með að hafa fengið Finn til félagsins en hann hefur nokkuð góða reynslu sem þjálfari og auðvitað sem leikmaður, segir í tilkynningu frá Keflvíkingum.

Jón Halldór hefur áður þjálfað Keflavíkurstúlkur og þau saman unnið tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil auk annarra titla undir hans stjórn auk. Bílasalinn Jón Halldór hefur verið áberandi sem sérfræðingur í körfuboltakvöldi Stöðvar 2 sport.

„Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög spenntur að vinna með stelpunum,“ sagði Jón Halldór við VF.IS. Aðspurður um leikmannamál sagði hann að það yrðu einhverjar breytingar á núverandi leikmannahópi. Birna V. Benónýsdóttir er á útleið, óvíst er með Bryndísi Guðmundsdóttur og Sara Rún Hinriksdóttir verður nokkuð örugglega ekki með liðinu en hún mun jafnvel reyna við atvinnumennsku eða fara í frekara nám. „Við skoðum það hvort við þurfum mögulega að bæta við einum stórum leikmanni. Svo má ekki gleyma því að við eigum bunka af leikmönnum sem hafa verið að spila í öðrum liðum á venslasamningum og svo er fullt af leikmönnum koma uppúr yngriflokkum sem hugur er á að nota,“ sagði Jón.

Hörður og Jón Halldór verða þjálfarar kvennaliðs Keflavíkur á næstu leiktíð og Finnur verður Sverri Þór til aðstoðar með karlana.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs