Íþróttir

Jón Axel til Þýskalands
Mánudagur 20. júlí 2020 kl. 14:51

Jón Axel til Þýskalands

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hefur gert eins árs samning við þýska körfuboltafélagið Fraport Skyliner. Jón Axel hefur undanfarin fjögur ár leikið fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólaboltanum. Árið 2019 var Jón Axel valinn leikmaður ársins í Atlantic 10. Jón Axel hefur átt frábæran feril með Davidson-liðinu og til stóð að hann færi í nýliðaval NBA í haust en svo var ennþá mikil óvissa vestanhafs vegna frest­un­ar á yf­ir­stand­andi tíma­bili. 

Samningur Jóns Axels við Skyliners gildir út komandi leiktímabil, 2020-2021. Lið Fraport Skyliners endaði í 7.-8. sæti í þýsku deildinni í ár en liðið varð þýskur meistari árið 2004 og vann þar að auki FIBA Europe cup árið 2016. Jón Axel er 23 ára gam­all bakvörður og lék með Grindavík þar til að hann fór til náms vest­an­hafs. Hann hef­ur leikið 11 A-lands­leiki fyr­ir Íslands hönd. 
grindavik.is

Sólning
Sólning

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá margar flottar körfur hjá Jóni Axel með Davidson liðinu.