bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Jón Axel freistar gæfunnar í NBA-nýliðavalinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 31. mars 2020 kl. 20:58

Jón Axel freistar gæfunnar í NBA-nýliðavalinu

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta ætlar að freista gæfunnar og taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum í sumar.

Þetta kemur fram í viðtali við Morgunblaðið. Jón Axel er að ljúka námi frá Davidson háskólanum en þar hefur hann farið á kostum og slegið fjölda meta í sögu Wildcats, körfuboltaliðs skólans.

Þrátt fyrir óvissu vegna Covid-19 segist Jón í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að reyna á þetta og byrjunin sé að fá sér umboðsmann.