Toyota ársgamlir bílar á tilboði
Toyota ársgamlir bílar á tilboði

Íþróttir

Jafntefli hjá Víði og Reyni Sandgerði í markaleik
Liðin sættast á jafntefli eftir að lokaflautið gall í gærkvöldi
Þriðjudagur 24. mars 2015 kl. 12:30

Jafntefli hjá Víði og Reyni Sandgerði í markaleik

Víðir í Garði og Reynir Sandgerði mættust í gærkvöldi á Leiknisvelli í Breiðholti í frestuðum leik í Lengjubikarnum. Leikurinn bauð uppá 8 marka jafntefli þar sem að spilandi aðstoðarþjálfari Víðismanna skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútu leiksins.

Víðir komst í 2-0 með mörkum frá Árna Gunnari Þorsteinssyni á 11. mínútu og svo með sjálfsmarki Reynismanna á 22. mínútu. Sandgerðingum tókst þó að jafna metin fyrri hálfleik með sjálfsmarki á 26. mínútu og svo var það Margeir Felix Gústavsson sem að skoraði á 36. mínútu.

Fjörið var langt frá því að vera búið því að síðari hálfleikur bauð uppá fjögur mörk til viðbótar. Guilherme Ramos byrjaði á því að koma Víði yfir á 51. mínútu áður en að Reynismenn skoruðu tvívegis á 3ja mínútna kafla. Fyrst Birkir Freyr Sigurðssin á 76. mínútu og svo Hafsteinn Rúnar Helgason á þeirri 79. úr vítaspyrnu. 

Allt stefndi í sætan sigur Reynis þegar Árni Þór Ármansson jafnaði metin á lokamínútu leiksins.

Eftir tvær umferðir í B riðli Lengjubikarsins eru liðin í 4. og 5. sæti riðilsins með 1 stig hvort.

Bæði lið leika

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs