Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Jafntefli hjá Keflavíkurstúlkum gegn Tindastóli
Úr leik Keflavíkur og Aftureldingar í Mjólkurbikar kvenna. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 27. júní 2020 kl. 08:08

Jafntefli hjá Keflavíkurstúlkum gegn Tindastóli

Keflavík lék gegn Tindastóli í annari umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í gær. Keflavíkurliðið hefur verið á góðri siglingu undanfarið og ætlaði sér ekkert annað en sigur í leiknum en eins og þjálfari liðsins, Gunnar M. Jónsson, sagði í viðtali við Víkurfréttir þá fara stelpurnar í alla leiki til að vinna.

Keflvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni, Paula Germino Watnick, gegn Stólunum og það tók hana ekki nema sautján mínútur að setja mark sitt á leikinn og koma Keflavík yfir 1:0. Þannig stóðu leikar fram á 63. mínútu þegar Tindastóll náði að jafna leikinn. Hörkuleikur og niðurstaðan 1:1 jafntefli.

Keflavík vermir efsta sæti deildarinnar ásamt Haukum, Tindastóli og Gróttu. Það lítur allt út fyrir að Lengjudeild kvenna verði hörkuspennandi og skemmtileg í sumar.

Public deli
Public deli

Nánar verður fjallað um leikinn í næsta tölublaði Víkurfrétta.