RVK Asian
RVK Asian

Íþróttir

Íþróttamaður og íþróttakona Reykjanesbæjar útnefnd
Glímufólkið Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Bjarni Darri Sigfússon úr UMFN voru kjörin Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2018.
Laugardagur 21. desember 2019 kl. 10:09

Íþróttamaður og íþróttakona Reykjanesbæjar útnefnd

Íþróttamaður og Íþróttakona Reykjanesbæjar verða útnefnd í hófi, sem haldið verður í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík þann 31. desember næstkomandi klukkan 13.00.

Auk þess sem íþróttamaður og íþróttakona verða heiðruð mun Íþróttabandalag Reykjanesbæjar heiðra 136 íþróttamenn aðildarfélaga ÍRB sem urðu íslandsmeistarar á árinu.

Allir eru velkomnir, segir í tilkynningu frá stjórn ÍRB.