Vogar Fjölskyldudagar
Vogar Fjölskyldudagar

Íþróttir

Íslandsmótið í hnefaleikum fór fram í Reykjanesbæ
Davíð Sienda og Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness.
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 14:00

Íslandsmótið í hnefaleikum fór fram í Reykjanesbæ

Íslandsmót í hnefaleikum haldið í Reykjanesbæ um helgina. Mótið var haldið í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness (HFR) á Smiðjuvöllum 5 og fyrir hönd HFR kepptu þau Davíð Sienda (16) og Hildur Ósk Indriðadóttir (35).

Davíð keppti í -81 kg og sigraði allar þrjár lotur með yfirburðum. Davíð keppti flokk upp fyrir sig og atti kappi við Karl Ívar Alfreðsson úr Hnefaleikafélagi Akraness.

Hildur keppti við hina geysisterku Kristínu Sif Björgvinsdóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur í úrslitum -75kg flokksins. Þó Kristín sé silfurverðlaunahafi úr Norðurlandamóti kom okkar stelpa kom henni heldur betur á óvart þegar hún komst yfir á stigum í annarri lotu. Hildur hlaut þó silfrið að lokum eftir öfluga baráttu en sýndi að hún er með þeim allra hörðustu í bransanum.


Davíð Sienda (blár) sigraði sína viðureign örugglega.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs