Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Íslandsmeistarar og íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 2. janúar 2023 kl. 14:36

Íslandsmeistarar og íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022

Íþróttafólk Reykjanesbæjar var heiðrað í Ljónagryfjunni á gamlársdag. Þá voru þeir sem urðu Íslandsmeistarar á árinu og sjálfboðaliðar ársins heiðraðir við sama tilefni.
Þau Hörður Axel Vilhjálmsson og Eva Margrét Falsdóttir eru íþróttakarl og íþróttakona Reykjanesbæjar 2022 en heildarupptalning á íþróttafólki, Íslandsmeisturum og sjálfboðaliðum er hér að neðan:

Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022:

Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2022: Nacho Heras
Knattspyrnukona Reykjanesbæjar 2022: Caroline Van Slambrouck
Sundmaður Reykjanesbæjar 2022: Fannar Snævar Hauksson
Sundkona Reykjanesbæjar 2022: Eva Margrét Falsdóttir
Blakíþróttamaður Reykjanesbæjar 2022: Davíð Freyr Sveinsson
Blakíþróttakona Reykjanesbæjar 2022: Auður Eva Guðmundsdóttir
Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2022: Heiðar Geir Hallsson
Fimleikakona Reykjanesbæjar 2022: Katrín Hólm Gísladóttir
Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2022: Hörður Axel Vilhjálmsson
Körfuknattleikskona Reykjanesbæjar 2022: Vilborg Jónsdóttir
Taekwondomaður Reykjanesbæjar 2022: Þorsteinn Helgi Atlason
Taekwondokona Reykjanesbæjar 2022: Julia Marta Bator
Hestaíþróttakona Reykjanesbæjar 2022: Jóhanna Margrét Snorradóttir
Júdómaður Reykjanesbæjar 2022: Daníel Dagur Árnason
Glímumaður Reykjanesbæjar  2022: Jóhannes Reykdal Pálsson
Glímukona Reykjanesbæjar 2022: Heiðrún Fjóla Reykdal Pálsdóttir
Kraftlyftingamaður Reykjanesbæjar 2022: Benedikt Björnsson
Kraftlyftingakona Reykjanesbæjar 2022: Elsa Pálsdóttir
Lyftingarmaður Reykjanesbæjar 2022: Emil Ragnar Ægisson
Lyftingakona Reykjanesbæjar 2022: Katla Björk Ketilsdóttir
Karlkylfingur Reykjanesbæjar 2022: Logi Sigurðsson
Kvenkylfingur Reykjanesbæjar 2022: Fjóla Margrét 
Borðtennismaður Reykjanesbæjar 2022: Michal May Majewski
Borðtenniskona  Reykjanesbæjar 2022: Ewa Rzezniczak
Þríþrautarkona Reykjanesbæjar  2022: Jóna Helena Bjarnadóttir 
Skotíþróttakona Reykjanesbæjar 2022: Birgitta Fanney Bjarnadóttir
Skotíþróttamaður Reykjanesbæjar 2022: Jóhannes Frank Jóhannesson
Vélíþróttamaður Reykjanesbæjar 2022: Kári Siguringason
Íþróttamaður fatlaðra Reykjanesbæjar 2022: Jósef William Davíðsson
Íþróttakona fatlaðra Reykjanesbæjar 2022: Dóra Dís Hjartardóttir
Akstursíþróttakona Reykjanesbæjar 2022: Bergþóra Káradóttir

Íslandsmeistarar á árinu:

Jón Gunnarsson (Borðtennisfélag  Reykjanesbæjar)
Heiðrún Fjóla Pálsdóttr (UMFN, glímudeild)
Bergþóra Káradóttir (Akstursíþróttafélag Suðurnesja)
Sigurður Arnar Pálsson (Akstursíþróttafélag Suðurnesja)
Indía Marý Bjarnadóttir (Keflavík, fimleikar)
3. flokkur í hópfimleikum (Keflavík, fimleikar)
1. flokkur í hópfimleikum (Keflavík, fimleikar)
Julia Marta Bator (Keflavík, Taekwondo)
Kristmundur Gíslason (Keflavík, Taekwondo)
Bergur Ingi  Stefánsson (Keflavík, Taekwondo)
Klaudia Dobrenko (Keflavík, Taekwondo)
Alexandra Sveinfríður Mattíasdóttir (Keflavík, Taekwondo)
Oliwia Waskiewics (Keflavík, Taekwondo)
Þorsteinn Helgi Atlason (Keflavík, Taekwondo)
Jóhannes Frank Jóhannesson (Keflavík, skotdeild)
Kvennalið UMFN (UMFN, körfuknattleiksdeild: Lavinia Joao Gomes Da Silva, Diane Diéné Oumou, Júlía Rún Árnadóttir, Helena Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Eva María Lúðvíksdóttir, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir, Dzana Crnac, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, Jóhanna Lilja Pálsdóttir, Kamilla Sól Viktorsdóttir, Aliyah A'taeya Collier, Anna Lilja Ásgeirsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir, Krista Gló Magnúsdóttir, Ása Böðvarsdóttir-Taylor, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, Júlia Scheving Steindórsdóttir, Runar Ingi Erlingsson, Lárus Ingi Magnússon)
Keflavík 50 + knattspyrna (Keflavík, knattspyrna: Björn Vilhelmsson, Friðrik Bergmannsson, Kjartan J. Einarsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Magnússon, Guðmundur Elíasson, Zoran Daníel Ljubicic, Magnus Ólafsson, Jakob Már Jónharðsson, Gunnar Oddsson, Björgvin  Arnar Björgvinsson, Karl Finnbogason, Sigurður Björgvinsson, Guðmundur Einarsson, Ragnar Steinarsson, Kristinn Guðbrandsson, Ívar Guðmundsson, Ingvar Georgsson, Sigmar Scheving, Margeir Vilhjálmsson, Gísli Heiðarsson)
Íris Rut Jónsdóttir (UMFN, Massi)
Sindri Freyr Arnarson (UMFN, Massi)
Kjartan Ingi Jónsson (UMFN, Massi)
Þóra Kristín Hjaltadóttir (UMFN, Massi)
Andri Fannar Aronsson (UMFN, Massi)
Samúel Máni Guðmundsson (UMFN, Massi)
Elsa Pálsdóttir (UMFN, Massi)
Benedikt Björnsson (UMFN, Massi)
Hörður Birkisson (UMFN, Massi)
Daníel Patrick Riley (UMFN, Massi)
Jón Grétar Erlingsson (UMFN, Massi)
Hólmgrímur Hólmgrímsson (UMFN, Massi)
Jens Elís Kristinsson (UMFN, Massi)
Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN, Massi)
Stefán Sturla Svavarsson (UMFN, Massi)
Sund, aldursflokkamót (ÍRB, sund: Mikael Fannar Arnarson, Viktor Bergmann Arnarson, Arnar Milos Arnbjörnsson,  Egill Orri Baldursson, Gabríel Ingi Derti,  Thorbergur Eriksson, Daði Rafn Falsson, Jan Ólafur Wawiernia, Breki Þór Hauksson, Gabriel Jarnutowski, Julian Jarnutowski, Nikolai Leo Jónsson, Jakob Máni Júlíusson, Denaz Kazulis,  Árni Þór Pálmason, Kacper Romanowski, Gísli Kristján Traustason, Elísabet Arnoddsdóttir, Freydís Lilja Bergþórsdóttir, Adríana Agnes Dertí, Emma Sjöfn Einarsdóttir, Hanna Steinunn Guðnadóttir, Ástrós Lovísa Hauksdóttir,  Svana Rún Imsland, Eydís Jóhannesdóttir, Freyja Sól Kjartansdóttir, Nadia Kornelia Maniak, Vilte Milleryte, Auseja Savickaite, Gabija Marija Savickaite,  Ljósbrá Líf Sigurðardóttir, Natalía Fanney Sigurðardóttir, Karen Júlía Traustadóttir. Þjálfarar: Eðvarð Þór Eðvarðsson, Steindór Gunnarsson, Stefán Elías Berman.)
Fannar Snævar Hauksson (ÍRB, sund)
Guðmundur Leó Rafnsson (ÍRB, sund)
Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB, sund)
Alexander Logi Jónsson (ÍRB, sund)
Elísabet Arnoddsdóttir (ÍRB, sund)
Jóhanna Margrét Snorradóttir (Hestamannafélagið Máni)
Signý Sól Snorradóttir (Hestamannafélagið Máni)
Jósef William Daníelsson (Nes)
Logi Sigurðsson (Golfklúbbur Suðurnesja)
Fjóla Margrét (Golfklúbbur Suðurnesja)
Sveinn Andri Sigurpálsson (Golfklúbbur Suðurnesja)
Daníel Dagur Árnason (Júdófélag Reykjanesbæjar)
Helgi Hólm: Íslandsmeistari í hástökki með atrennu og kúluvarpi í flokki 80–84 ára. Hann fór á árinu á HM í Finnlandi og lenti í 4. sæti í hástökki.

Sjálfboðaliðar ársins 2022:

Linda Hlín Heiðarsdóttir (fimleikadeild Keflavíkur)
Linda hefur setið í stjórn fimleikadeildar Keflavíkur síðan í janúar 2014 og er að klára þriðja tímabilið sitt sem formaður. Þær hafa verið ófáar stundirnar þar sem Linda hefur rétt fimleikadeildinni hjálparhönd og gengið í þau störf sem vantað hefur upp á að hverju sinni – en alltaf er hún boðin og búin að aðstoða með bros á vör.
Atli Þorsteinssson (Taekwondodeild Keflavíkur)
Atli er núverandi formaður deildarinnar og hefur staðið sig með miklum sóma í sínu starfi sem formaður og áður sem stjórnarmaður og aðili í foreldrafélagi Taekwondodeildar Keflavíkur. Hann mætir á öll mót deildarinnar og æfir sjálfur með félaginu nokkrum sinnum í viku. Hann vinnur gott og ötult starf fyrir deildina.
Birna Ósk Óskarsdóttir (knattspyrnudeild UMFN)
Birna er í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar en ráðið hefur verið að eflast með hverju árinu og er hún lykilþáttur í þeirri uppgöngu. Hún sér um sjoppu og veitingasölu á leikjum meistaraflokks í sjálfboðavinnu. Hún er drífandi, jákvæð og skemmtilegur liðsmaður.
Gunnlaug Olsen (körfuknattleiksdeild Keflavíkur)
Gulla er allt í öllu í starfi körfunnar. Hún heldur mörgum boltum á lofti bæði fyrir yngri flokka og meistaraflokka deildarinnar.
Agnar Már Gunnarsson (körfuknattleiksdeild UMFN)
Agnar situr í stjórn körfuknattleiksdeildar og þjálfar þrjá flokka í yngri flokka starfi körfuknattleiksdeildar UMFN – hann hefur rekið sumarnámskeið á vegum félagsins síðastliðin áratug. Tekur þátt í öllu viðburðum Njarðvíkur og er að mörgu leyti hjarta félagsins.
Björn Viðar Ellertsson (Hestamannafélagið Máni)
Björn Viðar er einstaklega greiðvikinn og viljugur til að starfa fyrir félagið og tilnefndur fyrir framúrskarandi sjálfboðavinnu.
Bryndís Brynjólfsdóttir (Íþróttafélagið NES)
Bryndís er mjög dugleg og hjálpsöm við aðstoð á æfingum í Boccia, alltaf jafn hress og kát og smitar auðveldlega frá sér.
Gísli Grétar Björnsson (Golfklúbbur Suðurnesja)
Gísli Grétar hefur reynst GS alveg einstaklega vel í gegnum árin. Grétar er smiður að mennt og hefur unnið endurgjaldslaust fyrir klúbbinn í um 600 klst. á árinu. Grétar var daglega með þegar nýja inniaðstaðan var byggð frá grunni í gömlu slökkvistöðinni. Eins sá hann um að endurgera þak á ræsiskúrnum í Leirunni en það fauk af og eyðilagðist síðastliðinn vetur.
Arnar Már Jónsson (Júdófélag Reykjanesbæjar)
Arnar hefur starfað frítt sem þjálfari fyrir félagið. Hann er farinn að stað með mikilvægt verkefni. Verkefnið heitir þjálfun einstaklinga með sérþarfir en með því verkefni er einstaklingum sem treysta sér ekki á hefðbundnar júdóæfingar gefinn kostur að stunda júdó sem er sniðið að þeirra þörfum. Arnar tekur alltaf vel á móti öllum sem koma í félagið og leggur kapp á að allir fái jöfn tækifæri. Þetta starf vinnur hann launalaust og eru æfingar að kostnaðarlausu fyrir iðkendur og er hann því sjálfboðaliði ársins hjá Júdófélagi Reykjanesbæjar.
Ellert Björn Ómarsson (kraftlyftingadeild Massa, UMFN)
Allt sem Ellert gerir, gerir hann vel. Alltaf boðinn og búinn með einlægt bros á vör og blik í auga. Það eru aldrei nein vandamál hjá Ella, aðeins lausnir. Er úrræðagóður og tekur góðar ákvarðanir. Gott geð og yfirvegun er lýsandi fyrir Ella og því er einstaklega gott að umgangast hann og vinna með honum. Maður sem þú vilt hafa með þér á mikilvægum tímum og verkefnum. Elli hefur verið máttarstólpi Massa í mörg ár.
Sindri Kristinn Ólafsson (knattspyrnudeild Keflavíkur)
Sindri Kristinn er uppalinn Keflvíkingur sem hefur snúist mikið í kringum knattspyrnuna. Hann hefur verið markmaður meistaraflokks karla undanfarin ár en hefur einnig gegnt mikilvægu sjálfboðaliðastarfi innan félagsins. Síðustu ár hefur hann séð um samfélagsmiðla deildarinnar í algjörri sjálfboðavinnu og er það ómetanlegt starf sem hann hefur innt af hendi.
Benný og Bjöggi (knattspyrnudeild Keflavíkur)
Hjónin Benný og Bjöggi hafa nánast gengið í öll störf kvennaknattspyrnunnar aðallega sem og karlaliðsins hjá deildinni. Það stendur ekki á þeim þegar eitthvað vantar, skutlast í Reykjavík, þvo búninga, merkja búninga, elda mat, hýsa leikmenn, rukka inn á leiki, vera á bekknum ef þess þarf, sjá um öll mál hjá Útlendingastofnun fyrir erlenda leikmenn og snúast endalaust í kringum það. Það er alltaf hægt að biðja þau um allt sem vantar og þau redda því. Þau eru afar mikilvæg í öllum rekstri og utanumhaldi okkar hjá deildinni og fyrir það fæst ekki nóg þakkað.

Public deli
Public deli

Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2022