Íþróttir

ÍRB í þriðja sæti á Sumarmóti SSÍ
Fimmtudagur 23. júní 2022 kl. 15:19

ÍRB í þriðja sæti á Sumarmóti SSÍ

Sumarmóti Sundsambands Íslands (SSÍ) 2022 fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið og bindur SSÍ miklar vonir við að þetta mót sé komið til að vera og að heimsóknir frá erlendum félögum muni aukast á komandi árum.

Lið ÍRB hafnaði í þriðja sæti í stigakeppni þessa móts og vann samtals sex greinar á mótinu. Það helsta sem stóð upp úr eftir helgina:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fannar Snævar Hauksson náði lágmörkum í úrvalshóp SSÍ og Eva Margrét Falsdóttir varð önnur stigahæsta sundkonan í unglingaflokki.

Alexander Logi Jónsson vann 200 metra flugsund karla. Eva Margrét Falsdóttir vann 200 metra bringusund kvenna, 200 metra fjórsund kvenna og 100 metra bringusund kvenna. Fannar Snævar Hauksson vann 100 metra flugsund karla.

Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir vann 400 metra fjórsund kvenna.