Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Ingólfur á toppi styrkleikalistans
Fimmtudagur 28. mars 2019 kl. 09:16

Ingólfur á toppi styrkleikalistans

Um helgina fóru fram tvö sterk fullorðinsmót í fangbrögðum. Bæði mótin fóru fram í Reykjavík og Njarðvíkingar sendu sína sterkustu menn til keppni.

Á Vormóti Júdósambands Íslands keppti Ingólfur Rögnvaldsson í -66kg flokki karla, þetta er í fyrsta skipti sem hann er skráður til leiks í þessu móti í fullorðinsflokki. Mótið var gríðarsterkt og tveir af okkar bestu júdómönnum, þeir Vilhelm Svansson (Ármanni) og Dofri Vikar Bragason (JR), voru í flokki með Ingólfi.
Ingólfur átti góðan dag og með frábærri frammistöðu sigraði hann flokkinn og skellti sér á topp styrkleikalista Júdósambands Íslands í fullorðinsflokki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Frammistaða Ingólfs er til marks um uppgang júdóíþróttarinnar í Reykjanesbæ en þetta er í fyrsta sinn sem keppandi frá UMFN vermir efsta sæti styrkleikalistans.

Ingólfur (hvítur galli) glímir hér við Vilhelm Svansson úr Ármanni.

Ingólfur (hvítur galli) glímir hér við Vilhelm Svansson úr Ármanni.

Íslandsglíman

Bjarni Darri Sigfússon keppti á Íslandsglímu Glímusambands Íslands þar sem keppt er um Grettisbeltið margfræga og hið eftirsótta Freyjumen og titlana Glímukóngur og Glímudrottning Íslands. Í Íslandsglímunni er keppt án tillits til þyngdar þannig að það var við rammann reip að draga fyrir Bjarna Darra sem vegur rétt um 70kg. Hann stóð sig vel í mótinu og þeir andstæðingar sem lögðu hann áttu erfitt með það. Bjarni endaði í fjórða sæti eftir erfitt mót.