Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Hvalreki til Njarðvíkinga í fótboltanum
Alexander og Marc með Árna Þór formanni knattspyrnudeildar UMFN.
Mánudagur 18. nóvember 2019 kl. 15:11

Hvalreki til Njarðvíkinga í fótboltanum

Annarar deildarlið Njarðvíkur í knattspyrnu hefur fengið tvo sterka leikmenn til sín fyrir næstu leiktíð en liðið féll sem kunnugt er úr Inkasso-deildinni eftir tvö ár þar. Þeir Marc McAustland og Alexander Magnússon munu leika í græna búningnum næsta tímabil.

Marc McAusland er þrjátíu og eins árs Skoti sem hefur leikið hér á landi síðan 2016 með Keflavík og nú síðast með Grindavík. Marc á að baki 41 leik í efstu deild, 43 leiki í næst efstu deild ásamt 7 leikjum í Bikarkeppni.  Hann verður spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Public deli
Public deli

Alexander er þrjátíu ára gamall uppalinn leikmaður hjá Njarðvík og á hann 51 leik með meistarflokki á árunum 2007 til 2009. Ásamt því að spila mun Alexander sjá um styrktarþjálfun fyrir meistara og 2. flokk deildarinnar. Alexander lék með Kórdrengjum sl. sumar.

„Það er ljóst að um hvalreka er að ræða fyrir félagið og bindum við miklar vonir við þá félaga. Það er með stolti sem við bjóðum Marc og Alexander velkomna í Njarðvík sagði Árni Þór Ármannsson formaður deildarinnar eftir að samningar voru undirritaðir,“ á heimasíðu UMFN.

Margir keflvískir áhagendur voru mjög óánægðir með að fá ekki McAusland til liðsins en hann hefur verið að þjálfa yngri flokka hjá félaginu en hann lék síðasta með Keflavík í Pepsi-deildinni árið 2018. Hann er öflugur varnarmaður og margir áhagenda liðsins sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum kvörtuðu sáran og skildu ekkert því að hann kæmi ekki aftur til Keflavíkur.