bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Hola í höggi á draumaholunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 16:34

Hola í höggi á draumaholunni

Guðbrandur Lárusson fór holu í höggi á draumabraut margra kylfinga, Bergvíkinni í Leiru, síðasta mánudag. Í stífri vestanátt tók þessi brottflutti Njarðvíkingur upp 5-tré og hitti boltann vel sem sveif vel í vindinum, lenti um hálfa metra frá stönginni og þaðan í holu. Guðbrandur var við leik með nokkrum félögum sínum í vikulegu móti golfhópsins Kvíðis.

Guðbrandur sagði eftir draumahöggið að hann hafi verið hálf dofinn eftir atvikið næstu þrjár brautir. Kristján Jóhannsson var í holli með Guðbrandi og tók myndirnar.

FJÖLBREYTT EFNI Í NÝJUSTU VÍKURFRÉTTUM - SMELLIÐ HÉR AÐ NEÐAN