Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Íþróttir

Hófu árið á sigri eftir framlengingu
Mynd Bjarni Antonsson Karfan.is
Mánudagur 7. janúar 2019 kl. 08:39

Hófu árið á sigri eftir framlengingu

Grindvíkingar höfðu 103-104 sigur á Blikum eftir framlengingu þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Domino’s deildar karla í körfubolta eftir áramót. Jordy Kuiper fór fyrir Suðurnesjamönnum, skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst í leik þar sem heimamenn í Breiðablik áttu góðan endasprett til að knýja fram framlengingu. Clinch skoraði 21 stig tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en byrjunarliðið allt var að skila góðu framlagi. Grindavík er í 7. sæti deildarinnar með 12 stig.

Grindavík: Jordy Kuiper 31/11 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tiegbe Bamba 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 8, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Terrell Vinson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hlynur Hreinsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs