Íþróttir

Hestamennskan er lífsstíll
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 25. apríl 2021 kl. 08:50

Hestamennskan er lífsstíll

– segir Gunnar Eyjólfsson, formaður Hestamannafélagsins Mána

Gunnar Eyjólfsson hefur verið formaður Hestamannafélagsins Mána í fimm ár. Hann byrjaði í hestamennsku árið 1972 með pabba sínum, þá áttu þeir saman einn hest sem þeir héldu í hesthúsi við gömlu bæjarskemmurnar en þær stóðu nyrst í Keflavík. Þeir feðgar byggðu hesthús á Mánagrund 1981 og þar heldur Gunnar nú sex hesta með fjölskyldu sinni. Víkufréttir spjölluðu við Gunnar um hestamennsku þá og nú en Hestamannafélagið Máni var stofnað þann 6. desember 1965 og er því eitt af elstu íþróttafélögum Reykjanesbæjar.

Gunnar hefur frá mörgu skemmtilegu að segja tengdu hestamennskunni í viðtali sem lesa má í veftímariti Víkurfrétta með því að smella hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024