Sporthúsið
Sporthúsið

Íþróttir

Hemmi Hreiðars hættur með Þrótt
Hermann gerði Þróttara að meisturum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 1. október 2021 kl. 11:29

Hemmi Hreiðars hættur með Þrótt

Hermann Hreiðarsson verður ekki áfram sem þjálfari Þróttar, frá þessu greindi Þróttur á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Hermann tók við liði Þróttar á síðasta ári og setti mark sitt heldur betur á liðið. Þróttur vann 2. deild í sumar og leikur því í næstefstu deild á næsta ári í fyrsta sinn.

„Það hefur aldrei verið leyndarmál að Þróttur Vogum er í þessu til að eignast vini og við höfum eignast vin til æviloka. Við verðum Hermanni ævinlega þakklát fyrir hans framlag til samfélagsins í Vogum. Hann lyfti félaginu á hærri stall og hefur komið Þrótti í hóp bestu liða landsins.“

Það verður að teljast líklegt að Hermann sé á förum til uppeldisfélags síns, ÍBV, en Eyjamenn eru þjálfaralausir eins og Þróttur núna. Þróttarar eru því að hefja leit að arftaka Hermanns.

Hermann sagði að það væri alltaf jafn gaman að vinna titla. „Skiptir engu máli í hvaða deild það er.“ Hér tekur hann við gullmedalíu eftir að ljóst var að Þróttur væri sigurvegari í 2. deild karla 2021.