Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Helgi og Heiður klúbbmeistarar GVS 2022
Verðlaunahafar meistaramóts GVS 2022. Myndir: gvsgolf.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 1. júlí 2022 kl. 14:04

Helgi og Heiður klúbbmeistarar GVS 2022

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldið á Kálfatjarnarvelli í síðustu viku. 

Helgi Runólfsson og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir eru klúbbmeistarar 2022 en þau unnu hvort um sig afgerandi sigur í sínum flokki, Helgi með fimmtán höggum (224 högg) og Heiður með 24 högga mun (246 högg).

Meistaraflokkur karla: Helgi Runólfsson (224 högg), Ívar Örn Magnússon (239 högg) og Gunnlaugur Atli Kristinsson (241 högg).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Meistaraflokkur kvenna: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir (246 högg), Sigurdís Reynisdóttir (270 högg) og Oddný Þóra Baldvinsdóttir (285 högg).


Leiðindaveður á fimmtudeginum setti strik í reikninginn og var ekkert leikið þann dag, leiknum hringjum fækkaði því um einn en að öðru leyti þótti mótið takast vel í alla staði. Tæplega 40 keppendur tóku þátt í mótinu og var leikið í ellefu flokkum.

Öll úrslit mótsins eru á golf.is


Í næstu viku hefjast meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja og Golfklúbbs Sandgerðis en Golfklúbbur Grindavíkur heldur sitt meistaramót um miðjan mánuðinn.