HMS
HMS

Íþróttir

Háspennuleikur í HS Orku-höllinni þegar Grindavík vann Njarðvík
Turnarnir tveir. Ivan Aurrecoechea Alcolado frá Grindavík átti betri leik í kvöld en Fotios Lampropoulos hjá Njarðvík, skoraði 24 stig á meðan Fotios gerði fimmtán. Mynd: Facebook-síða körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 25. október 2021 kl. 21:44

Háspennuleikur í HS Orku-höllinni þegar Grindavík vann Njarðvík

Það var rafmagnað andrúmsloftið í kvöld í HS Orku-höllinni þegar Suðurnesjaslagur Grindavíkur og Njarðvíkur fór fram í Subway-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn var í járnum allt fram á síðustu mínútu en heimamenn höfðu að lokum betur og fögnuðu fimm stiga sigri. 

Grindavík - Njarðvík 87:82

(21:22, 22:22, 24:21, 20:17)

Það voru gestirnir sem byrjuðu betur og náðu mest níu stiga forskoti í fyrsta leikhluta (10:19). Þá tóku baráttuglaðir Grindvíkingar heldur betur við sér og minnkuðu muninn niður í eitt stig (21:22) áður en leikhlutanum lauk.

Grindvíkingar héldu áfram að hrella gestina og komust yfir með þriggja stiga körfu í upphafi annars leikhluta. Eftir það var leikurinn hnífjafn og gríðarlega spennandi, jafnt á flestum tölum en heimamenn fóru með tveggja stiga forystu inn í lokaleikhlutann (67:65). Í fjórða leikhluta var sama spennustig, Grindvíkingar leiddu með einu til tveimur stigum en Njarðvíkingar komust einu stigi yfir í blálokin. Heimamenn börðust þó til enda og uppskáru verðskuldaðan sigur að lokum, 87:82.

Bílaverkstæði Þóris
Bílaverkstæði Þóris
Ólafur Ólafsson leiddi sína menn í Grindavík til sigurs með mögnuðum leik og var hann með 25 stig og sjö fráköst. Þá var Ivan Alcolado ekki síðri með 24 stig og sautján fráköst fyrir heimamenn. Enginn úr liði Njarðvíkur náði að sýna sínar bestu hliðar í kvöld og var Nicolas Richotti þeirra stigahæstu með átján stig og fimm fráköst. Mynd úr safni Víkurfrétta

Frammistaða Grindvíkinga: Ólafur Ólafsson 25/7 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 24/17 fráköst, Travis James Atson 14/5 fráköst, Naor Sharabani 9/9 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Kristófer Breki Gylfason 3, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Bragi Guðmundsson 0.

Frammistaða Njarðvíkinga: Nicolas Richotti 18/5 fráköst, Veigar Páll  Alexandersson 16/5 fráköst, Fotios Lampropoulos 15/12 fráköst, Mario Matasovic 15/8 fráköst, Dedrick Deon Basile 10/6 fráköst/11 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 3, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0, Jan Baginski 0.

Tölfræði leiks.


Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta í síðustu viku eins og sjá má hér að neðan: