Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Gym heilsa og Þróttur Vogum í samstarf 
Petra Ruth formaður UMFÞ og Kjartan frà Gym heilsu.
Þriðjudagur 11. febrúar 2020 kl. 15:17

Gym heilsa og Þróttur Vogum í samstarf 

Ungmennafélagið Þróttur í Vogum og Gym heilsa hafa skrifað undir samstarfssamninga. Markmiðið er að fjölga íbúum í heilsueflandi samfélagi, stuðla að bættri líðan íbúa og iðkenda Þróttar.
Að sögn Petru Ruth, formanns Þróttar mun samningurinn skipta miklu máli fyrir starfsemi félagsins, þjálfarar með menntun geta farið með yngri iðkendur í tækjasal og afreksfólk Þróttar fær afnot að salnum. Einnig er markmið félagsins að hvetja fólk sem eru að stunda almenningsgreinar hjá félaginu og hafa lært undirstöðurnar í Vogaþreki eða Unglingahreysti að fjölga æfingunum hjá sér í gegnum Gym heilsu. 

Gym heilsa er heilsurækt og eru með starfsemi víða um land. Gym heilsa rekur meðal annars ræktina í Grindavík.