HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Íþróttir

Gunnar Viðar Gunnarsson hleypur 100 mílur á Reykjanesi
Gunnar Viðar Gunnarsson varð fyrstur til að hlaupa 100 mílna löglegt hlaup hérlendis. Myndina tók Kristín Ólafsdóttir
Föstudagur 10. júlí 2020 kl. 16:16

Gunnar Viðar Gunnarsson hleypur 100 mílur á Reykjanesi

Gunnar Viðar Gunnarsson varð fyrstur til að hlaupa 100 mílna löglegt hlaup hérlendis, þegar hann lauk America – Europe Ultra hlaupinu síðastliðna helgi.  Hlaupið fór að öllu leyti fram á Reykjanesi og er leiðin samtals 165,2 km. Gunnar lauk afrekinu á 26 klst, 37 mínútum og 28 sekúndum og hljóp í einni lotu, með stuttu matarstoppi í Grindavík.

„Útsýnið og landslagið er einstakt á þessari hlaupaleið, þetta var alveg geggjað. Maður gleymir sér á svona löngum hlaupum og þetta er bara gleði alla leið ef hausinn er rétt skrúfaður á,“ segir Gunnar Viðar Gunnarsson.

Public deli
Public deli

 Þetta er í fyrsta sinn sem America – Europe hlaupið fer fram en stefnt er að því að gera hlaupið að árlegum viðburði á Reykjanesi. Hlaupið er á utanvegastígum, fjallvegum, ströndum og hrauni. Hlauparar upplifa sólsetur og sólarupprás í lengstu vegalengdunum og allir skokka á milli heimsálfa, yfir brúna sem liggur á plötuskilum Evrópu og Ameríku. Hlauparar geta valið vegalengd við þeirra hæfi, en þær eru 10 km, 30 km, 50 km, 100 km og 160 km eða 100 mílur.

 „Svæðið hefur allt upp á að bjóða til þess að halda svona hlaup, það er ekkert sem angrar mann nema blessuð krían,“ segir Gunnar Viðar.