Íþróttir

Gullý býður sig fram til stjórnar KSÍ
Föstudagur 24. september 2021 kl. 15:55

Gullý býður sig fram til stjórnar KSÍ

Guðlaug Sigurðardóttir, betur þekkt sem Gullý Sig, hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þess laugardaginn 2. október nk.

„Ég er fædd og uppalin í Garðinum (Suðurnesjabæ) og kem frá mikilli fótboltafjölskyldu. Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum fótboltans í gegnum Knattspyrnufélagið Víðir Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira. Ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur og tel mig geta nýtt krafta mína fyrir KSÍ,“ segir Guðlaug í tilkynningu um framboðið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024