Íþróttir

Guðmundur þjálfar Vogamenn í júdó
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 13. september 2019 kl. 08:02

Guðmundur þjálfar Vogamenn í júdó

Á dögunum tók Guðmundur Stefán Gunnarsson við þjálfun júdódeildar Þróttar og er markmið félagsins að efla starfið til mikilla muna. Samhliða þjálfun sinni í Vogum mun Guðmundur sinna þjálfun hjá UMFN. 

Vogar hafa getið sér gott orð fyrir sitt júdóstarf, eða frá því er Magnús Hauksson stofnaði júdódeild UMFÞ á sínum tíma. Íslandsmeistaratitlar komu bæjarfélaginu á kortið, oftar en ekki voru Vogarnir kallaður júdóbærinn mikli.

Uppgangur í júdó á Suðurnesjum. 

Júdódeild Njarðvíkur og Júdódeild Þróttar hafa verið í þjálfararáðningum fyrir komandi vetur. Mikill uppgangur og fjölgun iðkenda hefur átt sér stað hjá Njarðvík, félögin hafa ákveðið að samnýta þann mannauð sem þær búa yfir með samstarfi í vetur. 

Júdódeild Njarðvíkur hefur gert samning við Heiðrúnu Fjólu Pálsdóttur um að taka við þjálfun unglingaflokkana, Kristinu Podolynnu sem tekur við þjálfun barna, Jóel Helgi Reynisson og Daníel Dagur Árnason hafa svo tekið við aðstoðarþjálfun. Svartbeltingurinn Andrés Nieto Palma sem varð þriðji á opna Spænska meistaramótinu í júdo mun sinna meistaraflokksþjálfun Njarðvíkur í samstarfi við  Guðmund Stefán Gunnarsson.

Í tilkynningu frá félögunum kemur fram að finna má á heimasíðu UMFÞ og UMFN allar þær æfingar sem í boði eru og einnig hvaða þjálfarar starfa hjá félögunum núna þegar nýtt starfsár er að fara byrja. 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs