Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Íþróttir

Grindvíkingar töpuðu gegn Skallagrími
Fimmtudagur 11. október 2018 kl. 22:14

Grindvíkingar töpuðu gegn Skallagrími

Óvæntustu úrslit annarrar umferðar Domino's deildarinnar komu í Borganesi en þar skelltu Skallagrímsmenn Grindvíkingum 93-88. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu þó í hléi 44-39. Í þriðja leikhluta var munurinn orðinn 18 stig og allt útlit fyrir að sigurinn væri Skallagrímsmanna. Grindvíkingar neituðu að leggjast niður og bitu frá sér í síðasta fjórðung en það var því miður of seint. Terrell Vinson átti flottan leik, 27 stig og 10 fráköst en hann meiddist þó í leiknum og er ekki vitað um alvarleika meiðslana. Kuiper skilaði 18/11 tvennu og Sigtryggur Arnar skoraði 18 stig.

Grindavík: Terrell Vinson 27/10 fráköst/3 varin skot, Jordy Kuiper 18/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 18/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 8, Johann Arni Olafsson 5, Michael Liapis 2, Jóhann Dagur Bjarnason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hlynur Hreinsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Harðarson 0.

Skallagrímur: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Aundre Jackson 22/9 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 14/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Matej Buovac 11, Davíð Ásgeirsson 7, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 0, Kristófer Gíslason 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0, Ragnar Sigurjónsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs