Íþróttir

Grindvíkingar kláruðu dæmið í þriðja leikhluta
Grindvíkingar unnu Íslandsmeistara Vals nokkuð sannfærandi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 14. desember 2024 kl. 11:42

Grindvíkingar kláruðu dæmið í þriðja leikhluta

Grindvíkingar unnu góðan sigur á Valsmönnum í Bónus deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Lokatölur urðu 97-90 og með sigrinum tylltu Grindvíkingar sér í 3.-4. sæti deildarinnar.

Jafnt var með liðunum í fyrsta fjórðungi en gestirnir náðu forystunni fyrir leikhlé og leiddu með þremur stigum.

Grindvíkingar komu með krafti inn í þriðja leikhluta og unnu hann með sextán stiga mun. Það reyndist of stór biti fyrir Valsmenn sem minnkuðu muninn í lokin en ekki nóg. Valsmenn eru í 10.-11. sæti neð sex stig, aðeins Haukar eru með minna eða tvö stig.

Grindavík-Valur 97-90 (30-26, 18-25, 31-15, 18-24)

Grindavík: Devon Tomas 31/7 fráköst/9 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 19/9 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 15, Ólafur Ólafsson 13/7 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Daniel Mortensen 6/10 fráköst, Jordan Aboudou 6/8 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Einar Snær Björnsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0.

Valur: Sherif Ali Kenney 21, Taiwo Hassan Badmus 19/5 fráköst, Adam Ramstedt 14/7 fráköst, Hjálmar Stefánsson 13, Frank Aron Booker 12/10 fráköst, Kristinn Pálsson 6/6 fráköst, Kári Jónsson 5, Símon Tómasson 0, Karl Kristján Sigurðarson 0, Finnur Tómasson 0, Páll Gústaf Einarsson 0, Oliver Thor Collington 0.