Íþróttir

Grindvíkingar efstir í Subway karla
Kristófer Breki Gylfason átti mjög góðan leik með Grindavík í kvöld. Kristófer setti niður sex þrista, var með 26 stig, átta fráköst og eina stoðsendingu.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 5. nóvember 2021 kl. 23:10

Grindvíkingar efstir í Subway karla

Grindvíkingar eru á góðri siglingu í Subway-deild karla og halda áfram að vinna sína leiki en Njarðvíkingar töpðuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld.

Grindavík - Breiðablik 100:84

(30:19, 29:25, 22:22, 19:18)

Grindvíkingar voru við stjórnina frá upphafi og byggðu upp góða fimmtán stiga forystu í fyrri hálfleik (59:44) og var eftirleikurinn tiltölulega lítið mál enda hleyptu heimamenn Blikum aldrei inn í leikinn.

Ivan  var atkvæðamestur hjá Grindavík með 28 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar en hann og Kristófer Breki létu mest að sér kveða í kvöld, Kristófer með sex þrista og 31 framlagsstig.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Basile átti ágætis leik en það vantar einhvern neista í Njarðvíkurliðið þessa dagana.

Njarðvík - Tindastóll 74:83

(17:28, 24:13, 21:24, 12:18)

Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur hafi verið sveiflukenndur, í fyrsta fjórðung náðu gestirnir í Tindastóli að byggja upp ellefu stiga forystu en Njarðvíkingar unnu þessi ellefu stig upp í öðrun leikhluta og því var allt jafnt í hálfleik (41:41). Það voru hins vegar gestirnir sem gerðu út um leikinn í seinni hálfleik og þriðja tap Njarðvíkinga í röð staðreynd.

Fotios Lampropoulos var með átján stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar og Dedrick Deon Basile fimmtán stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar.

Tengdar fréttir