Nettó
Nettó

Íþróttir

Grindavíkurstúlkur byrjuðu á sigri
Ingibjörg Jakobs með boltann gegn Fjölni.
Fimmtudagur 4. apríl 2019 kl. 09:54

Grindavíkurstúlkur byrjuðu á sigri

Grindavíkurstúlkur unnu flottan sigur á Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaviðureign um laust sæti í Domino’s deildinni í körfubolta kvenna á næsta ári. Lokatölur urðu 72-79 en leikið var í Grafarvogi.

Hannah Louise Cook fór mikinn í liði Grindavíkur en hún skoraði 37 stig og tók heil 17 fráköst. Hrund Skúladóttir skoraði 16 og tók 9 fráköst. Það lið sem sigrar fyrr í þremur leikjum vinnur viðureignina.

Grindavík: Hannah Louise Cook 37/17 fráköst, Hrund Skúladóttir 16/9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 6/12 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 6, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 5, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Sædís Gunnarsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs