Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Íþróttir

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Hamar/Þór
Hekla Eik átti fínan leik og gerði sautján stig auk þess að hirða tíu fráköst. Mynd af vef Grindavíkur.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 30. september 2020 kl. 08:18

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Hamar/Þór

Grindavík – Hamar/Þór 56:63 (19:14, 11:16, 11:12, 15:21)

Grindavík lék í gær gegn Hamar/Þór í Mustad-höllinni og töpuðu 56:63. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta en Hamar/Þór hafði hafði jafnað í hálfleik og seig fram úr í þeim seinni.

Atkvæðamestar í liði heimamanna voru þær Hekla Eir Nökkvadóttir og Hulda Björk Ólafsdóttir, Hekla með sautján stig og tíu fráköst en Hulda var með sextán stig og stal boltanum fimm sinnum.

Grindavík: Hekla Eik Nökkvadóttir 17/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 16/5 stolnir, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 9, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes Fjóla Georgsdóttir 3/5 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2/5 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Public deli
Public deli