VSFK
VSFK

Íþróttir

Grindavík um miðja Inkasso-deild kvenna
Grindavíkurkonur eru um miðja deild eftir fimm umferðir. Myndin er úr safni og var tekin síðasta sumar.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 24. júní 2019 kl. 09:41

Grindavík um miðja Inkasso-deild kvenna

Grindavík og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í Inkasso-deild kvenna á föstudag. Leikurinn fór fram á Fjölnisvellinum.

Grindavíkingar eru um miðja deild, í 5. sæti, eftir fimm umferðir með átta stig. Þær hafa unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað einum leik.

Næsti leikur Grindavíkurkvenna er í Grindavík 3. júlí gegn ÍR, sem er botnlið deildarinnar og án stiga.