Íþróttir

Grindavík tapaði fyrir Stjörnunni
Dagur Kári Jónsson gerði 30 stig gegn Stjörnunni. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 28. september 2020 kl. 09:10

Grindavík tapaði fyrir Stjörnunni

Grindavík lék úti gegn Stjörnunni í gær í árlegri meistarakeppni karla í körfubolta. Stjarnan, deildar- og bikarmeistari síðasta árs, hafði yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta (28:23) og gaf forystuna aldrei eftir. Lokatölur 106:86.

Dagur Kári Jónsson var atkvæðamestur Grindvíkinga með 30 stig og Joonas Jarvelainen var með 23 stig og hirti fimm fráköst.

Grindavík: Dagur Kár Jónsson 30, Joonas Jarvelainen 23/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 8, Ólafur Ólafsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 3/7 fráköst, Hafliði Ottó Róbertsson 1, Magnús Engill Valgeirsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0/5 fráköst.