Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Grindavík með sigur - Keflavík og Njarðvík í kvöld!
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. mars 2021 kl. 10:53

Grindavík með sigur - Keflavík og Njarðvík í kvöld!

Grindvíkingar skutust upp í 5. sæti Domino’s deildar karla í körfubolta þegar þeir unnu Hauka á útivelli í gærkvöldi, 76-81.

Leikurinn var mjög sveiflukenndur. Haukar náðu 15 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta en Grindvíkingar svöruðu með 13 stiga betri öðrum leikhluta og gerður svo út um leikinn í síðasta leikhlutanum.

Nágrannarnir Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld, föstudag í Blue höllinni í Keflavík. Keflvíkingar tróna á topnum með fjögurra stiga forskot á þrjú lið og ættu að vera nokkuð tryggir með toppsætið þegar kemur að úrslitakeppninni. Njarðvíkingar eru hins vegar hinum megin, í þriðja neðsta sæti, aðeins tvö stig frá næst neðsta sætinu.

Haukar-Grindavík 76-81 (29-14, 13-23, 18-17, 16-27)

Grindavík: Amenhotep Kazembe Abif 25/8 fráköst, Marshall Lance Nelson 17/8 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 13/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 11/7 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 7/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Bragi Guðmundsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Þorleifur Ólafsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.