Íþróttir

Góður fyrri hálfleikur Grindvíkinga tryggði sigurinn
Grindvíkingar náðu að landa sigri í tilþrifalitlum leik. Vf-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 8. október 2021 kl. 22:58

Góður fyrri hálfleikur Grindvíkinga tryggði sigurinn

Grindvíkingar unnu seiglusigur á Þór frá Akureyri í HS Orkuhöllinni kvöld þegar síðustu leikir fyrstu umferðar Subway-deildar karla í körfuknattleik voru leiknir.

Grindavík - Þór Akureyri 69:61

(21:14 | 26:16 | 7:15 | 15:16)

Leikurinn var ekki tilkomumikill og virtust bæði lið frekar ryðguð. Grindvíkingar byrjuðu betur, náðu snemma tíu stiga forystu (12:2) og leiddu með sjö stigum í lok fyrsta fjórðungs. Heimamenn juku forskotið í öðrum leikhluta og fóru með sautján stig inn í hálfleikinn.

Botninn datt algerlega úr leik Grindvíkinga í þriðja leikhluta og þeir gerðu ekki nema sjö stig gegn fimmtán stigum gestanna. Það munaði því einungis níu stigum fyrir síðasta fjórðung og þótt Grindvíkingar hafi náð þrettán stiga forskoti snemma í honum (58:45) gáfust Þórsarar ekki upp og virtust ætla að hleypa spennu í lokamínútur leiksins. Þór náði muninum niður í tvö stig (60:58) þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þórsarar settu niður þriggja stiga körfu þegar ein mínúta var eftir af leiknum og þá munaði þremur stigum (64:61). Ólafur Ólafsson gulltryggði sigur Grindavíkur með þristi þegar fimmtán sekúndur voru eftir, Þór missti boltann og Ivan setti niður tvö vítaköst í blálokin.

Naor Sharabani, sem er nýgenginn til liðs við Grindavík, lofar góðu en hann var með fimmtán stig í leiknum, fjögur fráköst og sex stoðsendingar. Ivan Aurrecoechea Alcolado var atkvæðamestur í liði heimamanna, með sautján stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar, og Kristinn Pálsson var með þrettán stig, átta fráköst og þrjár

Grindavík - Þór Ak. (69:61 Subway-deild karla 8. október 2021