Miðflokkurinn
Miðflokkurinn

Íþróttir

Glæsilegur árangur hjá Maríu Tinnu og Gylfa
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 4. september 2021 kl. 11:28

Glæsilegur árangur hjá Maríu Tinnu og Gylfa

Dansparið María Tinna Hauksdóttir og Gylfi Már Hrafnsson náðu frábærum árangri í Opna breska mótinu í samkvæmisdönsum sem fram fór í Blackpool. Þau enduðu í 3. sæti í U21 „ballroom“ og komust einnig í úrslit í „rising star“ keppni áhugamanna og enduðu þar í 6. sæti.

María og Gylfi eru aðeins 18 og 19 ára og eiga nokkur ár eftir í þessum aldurshópi. Árangurinn er því frábær hjá þeim en Opna breska er eitt virtasta og stærsta dansmót sem haldið er.

Viðreisn
Viðreisn