Íþróttir

Fyrstu stig Grindavíkurstúlkna í 2. deildinni
Una Rós Unnarsdóttir skoraði annað mark Grindvíkinga og kom þeim yfir gegn ÍR.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 3. júlí 2020 kl. 10:55

Fyrstu stig Grindavíkurstúlkna í 2. deildinni

Grindavík mætti í Breiðholtið í gær og lék á móti ÍR. Fyrir leikinn höfðu Grindavíkurstúlkur ekki fengið stig úr tveimur fyrstu umferðum 2. deildar kvenna.

Ekki byrjaði það nú vel fyrir Grindavík því á 14. mínútu lentu þær undir 1:0. Grindvíkingar létu það ekki slá sig út af laginu og fyrir leikhlé höfðu þær jafnað, þar var að verki Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir og staðan því jöfn í hálfleik.

Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem Grindavík komst yfir þegar Una Rós Unnarsdóttir skoraði og á 5. mínútu uppbótatíma bætti Margrét Hulda Þorsteinsdóttir við þriðja markinu og gulltryggði Grindavík fyrsta sigurinn á Íslandsmótinu í ár. Líklega mikill léttir fyrir Grindvíkinga að brjóta ísinn en þeim er spáð sigri í deildinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024