Nettó
Nettó

Íþróttir

Fyrirliði Keflavíkur til Grindvíkinga
Sunnudagur 6. janúar 2019 kl. 17:28

Fyrirliði Keflavíkur til Grindvíkinga

Miklar leikmannabreytingar hjá Keflvíkingum fyrir komandi tíð í Inkasso-deildinni

Fyrirliði Inkassoliðs Keflvíkinga í knattspyrnu, Skotinn Marc McAusland mun ekki leika með liðinu í sumar. Hann hefur gengið til liðs við Pepsideildarliðs Grindvíkinga og hefur gert tveggja ára samning við liðið.

Marc McAusland var var fyrirliði  Keflvíkinga síðustu tvö ár.  Hann spilaði fyrir þá 66 leiki og skoraði 2 mörk.  „Það er mikill styrkur að fá hann í vörnina hjá okkur en þar höfðum við misst tvo menn frá síðasta tímabili,“ segir í tilkynningu frá Grindvíkingum.
Verulegar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Keflvíkinga en all nokkrir leikmenn hafa horfið frá félaginu í kjölfar falls í Inkasso-deildina eftir að hafa verið eitt ár í Pepsi-deildinn en liðið komst upp úr Inkasso eftir tímabilið 2017.
Allir útlendingarnir sem léku með Keflavík sl. sumar munu ekki leika með liðinu og þá hafa leikmenn eins og Einar Orri Einarsson horfið á braut. Hinn ungi og efnilegi Dagur Dan Þórhallsson hefur verið lánaður til Mjondalen í Noregi.

En Keflvíkingar hafa líka verið að fá leikmenn til liðsins. Sóknarmaðurinn Elton Barros frá Selfossi er kominn til Keflavíkur en hann er frá Grænhöfðaeyjum og á að fylla skarð Dananna, Jeppe Hansen og Lase Riise. Kristófer Páll Viðarsson genginn til liðs við Keflavík en hann var einnig hjá Selfossi og þá kemur hinn 16 ára Jóhann Þór Arnarson, sóknarmaður frá FH. Hann á fimm U17 landsleiki að baki. Tveir leikmenn koma frá Njarðvík, þeir Magnús Þór Magnússon sem er uppalinn Keflvíkingur og Stefán Birgir Jóhannesson.

Svona er leikmannalistinn, komnir og farnir hjá Keflavík samkvæmt fotbolta.net:

Komnir:
Kristófer Páll Viðarsson frá Selfossi
Magnús Þór Magnússon frá Njarðvík
Stefán Birgir Jóhannesson frá Njarðvík
Jóhann Arnarsson frá FH
Adam Pálsson (var í láni hjá Víði)


Farnir
Einar Orri Einarsson í Kórdrengi
Marko Nikolic (óvíst hvert)
Jeppe Hansen (óvíst hvert)
Lasse Rise (óvíst hvert)
Juraj Grizelj (óvíst hvert)
Jonathan Faerber (óvíst hvert)
Sigurbergur Elísson í Reyni S.
Leonard Sigurðsson (óvíst hvert)
Atli Geir Gunnarsson í Njarðvík
Aron Freyr Róbertsson í Hauka
Aron Kári Aðalsteinsson í Breiðablik (var í láni)
Helgi Þór Jónsson í Víði
Hólmar Örn Rúnarsson í Víði
Ivan Aleksic í KR (Var í láni)
Ágúst Leó Björnsson í ÍBV (var í láni)

Hólmar Örn Rúnarsson, leikreyndasti leikamður Keflavíkur í sumar hefur tekið við Víðismönnum.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs