Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Fyrirliði Grindvíkinga í frí frá fótbolta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 4. desember 2020 kl. 18:35

Fyrirliði Grindvíkinga í frí frá fótbolta

Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga í knattspyrnu, mun gera hlé á knattspyrnuiðkun til að einbeita sér að námi.
Gunnar hefur nám í auðlindaverkfræði við Columbia-háskólann í New York eftir áramót og mun dvelja vestanhafs allt næsta ár ásamt fjölskyldu sinni, af þeim sökum mun hannn ekki leika með Grindavík á næsta keppnistímabili.
Óhætt er að segja að Gunnar skilji eftir sig stórt skarð í liði Grindavíkur en hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Gunnar er 26 ára gamall og lék upp yngri flokka hjá Grindavík. Hann samdi Ipswich árið 2011 og var á mála hjá félaginu í tvö ár áður en hann kom heim til Íslands á ný. Hér heima hefur Gunnar leikið 177 í deild og bikar með Grindavík og ÍBV á ferli sínum og skorað ellefu mörk.