Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Frábært að enda tímabilið á bikartitli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 17:32

Frábært að enda tímabilið á bikartitli

segir Samúel Kári Friðjónsson sem varð bikarmeistari með norska liðinu Viking. Verið fastamaður í liðinu á tímabilinu

„Tilfinningin var frábær. Tímabilið hefur verið frábært og gaman að enda það með svona flottum titli,“ segir Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson en hann varð bikarmeistari með norska liðinu Viking eftir sigur á Haugasundu á Ullevaal, þjóðarleikvangi Norðmanna á sunnudagskvöld.

Samúel hefur verið fastamaður í liði Viking frá Stafangri í deildinni en byrjaði á varamannabekknum í leiknum og kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Zlatko Tripic skoraði úr vítaspyrnu. Þetta var sjötti bikartitill norsku Víkinganna.

„Við vorum sterkari fra fyrstu minútu þannig maður fann það svona a sér að við myndum taka þetta. Stemmningin var ótrúleg og þrjátíu þúsund manns á vellinum og frábær stuðningur sem við fengum,“ sagði keflvíski landsliðsmaðurinn sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Moldóvu í undankeppni stórmóts í síðasta mánuði.Luleå sem er í topp­sæt­inu, en Elv­ar og fé­lag­ar eiga leik til góða á toppliðið.