bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Fótboltinn af stað í júní - sjáið leikjaplan allra deilda
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 8. maí 2020 kl. 00:24

Fótboltinn af stað í júní - sjáið leikjaplan allra deilda

Fyrsta umferðin í 1. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu hefst 19. júní en Mjólkurbikarkeppnin hefst 12. júní.

Í Íslandsmótinu 1. deild fær Keflavík Aftureldingu í heimsókn í fyrstu umferð og Grindavík heimsækir Þór á Akureyri.

Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma þar sem ekkert Suðurnesjalið er í efstu deild knattspyrnunnar á Íslandi.

Í annarri umferð frá Grindvíkingar Þrótt úr Reykjavík í heimsókn en Keflvíkingar fara vestur í Ólafsvík.

Í 2. deildinni keppa þrjú Suðurnesjalið, Víðir, Garði, Njarðvík og Þróttur Vogum. Fyrsta umferð verður 19. og 20. júní.

Þá fá Víðismenn Kórdrengi í heimsókn, Þróttur Vogum fer á Dalvík og mætir heimamönnum og Njarðvík fær Völsung frá Húsavík. Það verður talsvert um ferðalög í 2. deildinni.

Reynismenn í Sandgerði leika í 3. deild og mæta KV á útivelli í fyrstu umferð 19. júní.

Íslandsmót í 1. deild kvenna hefst 18. júní en Keflavík byrjar á útivelli gegn Völsungi 20 júní. Grindavíkurstúlkur féllu í fyrra og leika í 2. deild. Þær heimsækja Hamrana í fyrstu umferð 21. júní.

Öllum deildum lýkur í október.

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 1. deild karla

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 2. deild karla

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 3. deild karla

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 1. deild kvenna

Smelltu hér til að sjá leikjaplan í 2. deild kvenna