Stóru Vogaskóli 150 ára
Stóru Vogaskóli 150 ára

Íþróttir

Fótboltahetjur framtíðarinnar léku listir sínar í Suðurnesjabæ
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 26. ágúst 2022 kl. 08:37

Fótboltahetjur framtíðarinnar léku listir sínar í Suðurnesjabæ

Um 150 fótboltastrákar og fótboltastelpur tóku þátt í Suðurnesjabæjarmóti Reynis/Víðis sem fór fram í Sandgerði síðasta sunnudag. Það var augljóst að þátttakendur, og ekki síður áhorfendur, tóku þátt af lífi og sál og skemmtu sér hið besta. Þarna áttust fótboltahetjur framtíðarinnar við og einskær gleði réði ríkjum.

Öll Suðurnesjaliðin voru mætt til leiks; Grindavík, Þróttur Vogum, Keflavík, Njarðvík og gestgjafarnir í Reyni/Víði, en keppt var í 7. flokki kvenna og 8. flokki karla og kvenna. 

Þetta er í annað sinn sem Reynir/Víðir heldur Suðurnesjabæjarmótið fyrir 8. flokk en í ár var gengið skrefi lengra og 7. flokki kvenna einnig boðið að taka þátt. 

Suðurnesjabær gaf veglegar gjafir til iðkenda eftir keppnisdaginn og þátttakendur yfirgáfu sólina í Sandgerði með bros á vör. 

Reynir/Víðir hefur sett stefnuna á að gera Suðurnesjabæjarmótið 2023 enn stærra og veglegra.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, lét sig ekki vanta á mótið og tók myndir af snilldartilþrifum þessara ungu leikmanna eins má sjá hér neðar á síðunni.

Suðurnesjabæjarmót 7. og 8. flokka í knattspyrnu 2022