Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar
Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar

Íþróttir

Fjórir Suðurnesjamenn í körfuboltalandsliði karla
Njarðvíkingurinn Elvar Már er í landsliðinu. Gunnar Ólafsson sem þarna reynir að verjast honum er einnig í hópnum.
Miðvikudagur 22. maí 2019 kl. 16:32

Fjórir Suðurnesjamenn í körfuboltalandsliði karla

Fjórir Suðurnesjamenn eru í landsliðshópnum sem keppir á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi um næstu mánaðarmót. Þetta eru þeir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson úr Njarðvík, Gunnar Ólafsson frá Keflavík og Ólafur Ólafsson úr Grindavík.

Hópurinn er annars svona skipaður:

Nafn · Félag (landsleikir)

Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (38)

Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki (2)

Gunnar Ólafsson · Keflavík (10)

Hilmar Smári Henningsson · Haukar (Nýliði)

Halldór Garðar Hermannsson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)

Kristinn Pálsson · Njarðvík (9)

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Nebraska, USA/KR (5)

Ólafur Ólafsson · Grindavík (28)

Breki Gylfason · Appalachian State, USA (2)

Hjálmar Stefánsson · Haukar (8)

Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (54)

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur (40)

Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson

Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs