Toyota ársgamlir bílar á tilboði
Toyota ársgamlir bílar á tilboði

Íþróttir

Fjórða jafntefli Grindvíkinga
Laugardagur 1. júní 2019 kl. 17:26

Fjórða jafntefli Grindvíkinga


Grindvíkingar gerðu fjórða jafnteflið á tímabilinu þegar Víkingar komu í heimsókn í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á sjómannadagshelgi en leikið var í Grindavík. Lokatölur urðu 0:0.

Grindvíkingar áttu ágæta spretti í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Víkingar misstu leikmann út af í lokin með rautt spjald en heimamenn náðu ekki að nýta sér þær fáu mínútur sem þeir voru fleiri. Þeir hafa nú gert fjögur jafntefli og eru með 10 stig eftir 7 umferðir og hafa aðeins tapað einum leik.

Sólborg Guðbrandsdóttir leit við á leiknum og tók meðfylgjandi myndir.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs