Íþróttir

Fjórða draumahögg Lúðvíks
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 22. október 2019 kl. 07:27

Fjórða draumahögg Lúðvíks

Lúðvík Gunnarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja fór nýlega holu í höggi á 16. braut á Hólmsvelli í Leiru. Lúðvík sló með 8-járni og boltinn hrökk í stöngina, skoppaði upp og virtist í smástund vera á leið upp á flöt þegar hann datt aftur ofan í holuna.

Þetta var fjórða draumahögg Lúðvíks, hann hefur einu sinni áður sett boltann í holu á sextándu en hann hefur einnig farið holu í höggi á 8. og 13. braut. Nú á hann bara eftir að ná draumahögginu á Bergvíkinni, 3. braut á Hólmsvelli. Þá verður hann fyrsti kylfingurinn til að ná því afreki að fara holu í höggi á öllum par 3 brautum Leirunnar. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024