Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Fimm konur sitja í stjórn Þróttar Vogum
Föstudagur 28. febrúar 2020 kl. 09:15

Fimm konur sitja í stjórn Þróttar Vogum

Petra Ruth Rúnarsdóttir var endurkjörin formaður Þróttar í Vogum en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Fram kom í máli Petru að hennar fyrsta ár sem formaður félagsins hefði verið gefandi og lærdómsríkt. Kvenfólk er í meirihluta í stjórn og varastjórn. Félagið ætlar sér stærri hluti á næstu árum og meðalannars sækja um landsmót UMFÍ  50+ árið 2022. 

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga kom inná í ræðu sinni að Ungmennafélagið Þróttur skiptir samfélagið miklu máli í Vogum, félagið væri að standa sig vel í sínum störfum. Samstarfið milli bæjaryfirvalda og stjórnenda UMFÞ væri gott þar sem allir eru að gera sitt besta. 

Tap varð á rekstri félagsins 1,8 milljón. Félagið hagnaðist 2018 á þátttöku Íslands í knattspyrnu og voru peningarnir notaðir til kaupa á nýrri heimasíðu auk annara styrkingar á innviðum félagsins í tengslum við skráningarkerfi. Auk þess var stöðugildi framkvæmdastjóra á skrifstofu hækkað frá og með 1. júlí sl. 

Auk Petru í stjórn Þróttar er stjórnin eftirfarandi. 

Katrín Lára Lárusdóttir, Reynir Emilsson, Jóna K. Stefánsdóttir, Davíð Hanssen. Varamenn eru, Sólrún Ósk Árnadóttir og Birgitta Ösp Einarsdóttir. 

Baldvin Hróar Jónsson, Gunnar Helgason og Sindri Jens Freysson gáfu ekki kost á sér aftur. Félagið sendir þeim þakklæti fyrir vel unnin störf síðustu árin.