Íþróttir

Fimm frá Suðurnesjum í æfingahópi KKÍ
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 25. júlí 2019 kl. 10:17

Fimm frá Suðurnesjum í æfingahópi KKÍ

Íslenska landslið karla í körfuknattleik hefur hafið undibúning sinn fyrir komandi leiki í ágúst en þá tekur liðið þátt í forkeppni að undankeppni EM 2021, en undankeppnin sjálf hefst í vetur þar sem hún verður leikin í nokkrum landsliðsgluggum yfir tímabilið og inn á næsta tímabil einnig. 

Í forkeppninni leikur Ísland fjóra leiki í ágúst, heima og að heiman, gegn Sviss og Portúgal, og þarf Ísland sigur í riðlinum til að tryggja sér sæti í undankeppninni sjálfri fyrir EM 2021.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fyrst eru því mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem aðeins eitt lið fer áfram. Leikir Íslands eru þann 7. ágúst úti gegn Portúgal, hér heima laugardagana 10. og 17. ágúst í Laugardalshöllinni gegn Sviss og Portúgal, og svo er lokaleikurinn úti í Sviss þann 21. ágúst.


Æfingahópur landsliðsins er skipaður 15 leikmönnum. Fimm þeirra koma frá Suðurnesjaliðum.

Nafn · Félagslið (landsleikir)

Collin Pryor · Stjarnan (4)
Frank Aron Booker · ALM Évreux, Frakkland (Nýliði)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (14)
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (42)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (125)
Hördur Axel Vilhjálmsson · Keflavík (78)
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA (7)
Kristinn Pálsson · Njarðvík (13)
Hjálmar Stefánsson · Haukar (12)
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland (65)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (32)
Pavel Ermolinskij · KR (69)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur (44)
Tryggvi Snær Hlinason · Zaragoza, Spánn (33)
Ægir Þór Steinarsson · Regatas Corrientes, Argentína (57)

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson