Valhöll
Valhöll

Íþróttir

Fimleikadeild Keflavíkur semur við nýtt íþróttavörumerki
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 11. september 2024 kl. 15:08

Fimleikadeild Keflavíkur semur við nýtt íþróttavörumerki

Fimleikadeild Keflavíkur og íþróttavörumerkið Craft hafa gert samning um íþróttafatnað fyrir alla iðkendur fimleikadeildarinnar.

 Æfingafatnaður, innmarsfatnaður og þjálfarafatnaður fimleikadeildarinnar verður frá CRAFT og munu iðkendur deildarinnar og stuðningsfólk geta keypt sér fatnað inn á craftverslun.is.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

„Við höfum unnið náið með Fimleikasambandi Íslands [FSÍ] og ýmsum fimleikadeildum og hlökkum mikið til að hefja samstarf við jafn öfluga fimleikadeild og fimleikadeild Keflavíkur er,“ segir Eva Pálsdóttir, sölu- og markaðsstjóri CRAFT á Íslandi.

Craft er alþjóðlegt íþróttavörumerki sem hóf starfsemi 1977 og framleiðir í dag hágæða fatnað fyrir flestar íþróttir sem hafa notið mikilla vinsælda um langt skeið. Craft er í eigu New Wave Group sem er móðurfélag dreifingaraðila Craft á Íslandi, New Wave Iceland. Á síðustu árum hefur Craft haslað sér völl á liðamarkaðnum með frábærum árangri þar sem má telja fjölda landsliða og félagsliða sem hafa kosið að leika í Craft, sbr. sænsku knattspyrnuliðin Hammarby IF og IFK Gautaborg, sænska handboltalandsliðið, sænska, norska og franska landsliðið á gönguskíðum og sænska og íslenska landsliðið í fimleikum.

Hjá fimleikadeild Keflavíkur er fimleikatímabilið hafið, keppnishópar komnir af stað og æfingar hafnar hjá öllum hópum samkvæmt æfingatöflu.

Þjálfarar fimleikadeildarinnar hlakka til að sjá bæði nýja og gamla iðkendur koma ferska inn eftir sumarfrí í fimleika.