Íþróttir

Enn eitt jafntefli Grindavíkur
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 21:47

Enn eitt jafntefli Grindavíkur

Grindavík og ÍA skildu jöfn í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokastaðan varð 1:1 en þetta er sjöunda jafntefli Grindavíkur í sumar

Skagamenn komust yfir á 26. mínútu með marki Harðar Inga Gunnarssonar en heimamenn í Grindavík jöfnuðu mínútu síðar. Þar var að verki Óscar Conde.

Eftir leiki kvöldsins eru Grindvíkingar í 9. sæti deildarinnar með 13 stig.

Svipmyndir úr leik kvöldsins. VF-myndir: Hilmar Bragi

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs