Sbarro
Sbarro

Íþróttir

Elvar með stórleik - video
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 6. janúar 2021 kl. 15:27

Elvar með stórleik - video

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti stórleik og leiddi Siauliai til stórsigurs þegar liðið sló út Dzukija í 16 liða úrslitum Konungsbikarsins í efstu deild körfuboltans í Litháen. Siauliai tryggði sér áfram í keppninni með því að sigra seinni leik liðanna með 26 stiga mun en hafði tapað þeim fyrri með 25 stigum.

Elvar Már fór á kostum og skoraði 27 stig, gaf 9 stoðsendingar og var með hæsta framlagið í liðinu. Í meðfylgjandi myndskeiði sést Njarðvíkurinn fara á kostum og tryggja liðinu sigur.