Íþróttir

Elvar Már fór á kostum - video
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 23. apríl 2021 kl. 16:15

Elvar Már fór á kostum - video

Njarðvíkingurinn og landsliðsmaður Elvar Friðriksson fór á kostum með Siauliai í litháísku körfuboltadeildinni í fyrrakvöld þegar liðið vann Pieno Zvaigzdes 103:90. Njarðvíkingurinn gerði 33 stig og var með tvöfalda tvennu en hann gaf líka 12 stoðsendingar. Þá stal hann boltanum sex sinnum og fékk framlagstöluna 51 sem er afar sjaldséð.

Siauliai hefur sigraði í 11 leikjum af 30 og hefur styrkt stöðu sína í deildinni eftir að hafa unnið fimm leiki á stuttum tíma.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Elvar Már hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í Litháen í vetur, er með hæsta framlagið flestar stoðsendingar og er þriðji stigahæsti leikmaðurinn. 

Í meðfylgjandi myndskeiði úr leiknum má sjá Elvar Má fara á kostum í leiknum, hreint mögnuð frammistaða.