Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Eigum ennþá von
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 11:43

Eigum ennþá von

segir Arnór Ingvi Traustason, atvinnumaður í Svíþjóð

„Við eigum enþa séns á því að vinna titilinn. Við þurfum fyrst og fremst að klára okkar leik en við þurfum líka að treysta a fyrrum liðsfélaga í Norrköping til að vinna Djurgården,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður og leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö í Svíþjóð.

Arnór og félagar í Malmö eru í 2. sæti deildarinnar en lokaumferðin verður leikin um næstu helgi. Arnór segir í spjalli við Víkurfréttir að það sé búið að vera stíft leikjaplan að undanförnu og sér hafi gengið vel með liðinu. Arnór skoraði annað tveggja marka liðsins um síðustu helgi í 2:0 sigri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Malmö er einnig í eldlínunni í Evrópudeildinni. „Við unnum seinasta leik í Evrópudeildinni og erum með 4 stig eftir 3 leiki. Við ætlum okkur upp úr þessum riðli svo það er ekkert annað í stöðunni en að vinna næsta leik.“

Arnór Ingvi á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Malmö. „Bæði mér og fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna,“ segir Suðurnesjamaðurinn sem lék knattspyrnu á yngri árum með Njarðvík og Keflavík. Það fjölgaði í fjölskyldunni fyrr í sumar þegar hann og Andrea Röfn Jónasdóttir, unnusta hans, eignuðust litla dömu sem fékk nafnið Aþena Röfn.

„Ég held öllu opnu en mun heldur ekki hoppa á hvað sem er. Ef ekkert áhugavert kemur upp að þá mun eg glaður vera áfram í Svíþjóð,“ segir Arnór Ingvi.