Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Eiður Ben tekur við Þrótti Vogum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 19. október 2021 kl. 20:44

Eiður Ben tekur við Þrótti Vogum

Þróttur Vogum hefur ráðið Eið Benedikt Eiríksson, einn efnilegasta þjálfara landsins, til að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil.

Eiður Ben er fæddur árið 1991 og uppalinn hjá Fjölni. Undanfarin ár hefur hann þjálfað lið Íslandsmeistara Vals í efstu deild kvenna ásamt Pétri Péturssyni en samstarf þeirra skilaði Val tveimur Íslandsmeistaratitlum á þremur árum. 

Þróttur Vogum varð deildarmeistari 2. deildar karla í ár og mun félagið því leika í fyrsta sinn í næstefstu deild á næsta tímabili ásamt því að fagna 90 ára afmæli sínu. 

Public deli
Public deli

Í fréttatilkynningu sem Þróttur sendi frá sér er lýst yfir mikilli ánægju með að fá einn efnilegasta þjálfara landsins í sínar raðir og tilhlökkunar til samstarfsins.